Fréttir


Framvinduskýrsla raflínunefndar nr.  7

23.1.2004

Þann 21. janúar kom út Framvinduskýrsla raflínunefndar nr. 7. sem tekur fyrir tímabilið frá janúar 1997 til júní 2003. Þennan dag var einnig haldinn lokafundur Raflínunefndar, sem starfað hefur frá 1972, er nefndin var skipuð af iðnaðarráðuneytinu.

frett_23012004
Frá lokafundi raflínunefndar, 20. janúar 2004
Frá vinstri: Agnar Olsen, verkfræðingur, Flosi Hrafn Sigurðsson, veðurfræðingur, Jakob Björnsson, fyrrv. orkumálastjóri, Árni Jón Elíasson, verkefnisstjóri


Jakob og Flosi hafa setið í nefndinni frá upphafi en einnig hafa setið í nefndinni þeir
Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, Guðjón Guðmundsson og Albert Guðmundsson.

Í fyrstu vann nefndin einvörðungu að undirbúningi háspennulína milli Norður og Suðurlands og þá undir nafninu “Vinnuhópur um háspennulínu milli Norður- og Suðurlands”. Með bréfi iðnaðarráðuneytisins til nefndarinnar, dagsettu 17. des. 1973, sem stílað er á “Raflínunefnd” voru henni falin ný verkefni, sem hún hefur síðan starfað að undir því nafni. Með bréfi ráðuneytisins dagsettu 19. maí 1983 er nefndin flutt frá ráðuneytinu til Orkustofnunar.

Nánar má kynna sér sögu og störf raflínunefndar í samantekt Jakobs Björnssonar fyrrv. Orkumálastjóra.

Skýrsluna er hægt að nálgast á rafrænu formi án kortanna. Prentuð skýrsla með öllu kortum fæst á bókasafni Orkustofnunar og kostar kr. 3000.