Fréttir


Rafmagn á Íslandi í 100 ár

23.1.2004

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan fyrsta virkjunin hóf starfsemi sína í Hafnarfirði hefur verið opnuð heimasíðan Rafmagn á Íslandi 1904-2004. Þar er að finna ýmsan fróðleik um þróun rafvæðingarinnar á Ísland.

Rafveitur landsins munu minnast þessara tímamóta á margvíslegan hátt á árinu og sjálft afmælishófið verður svo haldið í Hafnarfirði í desember næstkomandi.