Fréttir


Kynningarfundur um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála

16.1.2004

Þriðjudaginn 20. janúar 2004, kl. 8:30-10:30 standa RANNÍS og Orkustofnun fyrir kynningarfundi um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Kynnt verður ný áætlun ESB sem ber heitið "Intelligent energy - Europe" og áætlun um Sjálfbær orkukerfi í 6. rannsóknaáætlun ESB.

Fundarstjóri: Helga Tulinius

8.30-8.45 Inngangsorð: Árni Ragnarsson, Orkustofnun.

8.45-9.30 Intelligent energy - Europe (EIE) er nýr sjóður innan ESB og veitir styrki m.a. á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, orkusparnaðar og samgangna. Pedro Ballesteros, ESB.
Upplýsingar um áætlunina: http://europa.eu.int/comm/energy/intelligent/index_en.html

9.30-9.45 Sjálfbær orkukerfi í 6. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins. Áætlunin veitir styrki til rannsókna á margvíslegum sviðum orkumála. Markmið áætlunarinnar er að fá þjóðir Evrópu til að sameina krafta sína og þekkingu til að vinna saman að rannsóknaverkefnum er lúta að orkurannsóknum. Ólafur Flóvenz, ÍSOR
Upplýsingar um áætlunina: http://www.cordis.lu/sustdev

9:45-10.00 Aðstoð við umsækjendur. Arna Björg Bjarnadóttir, RANNÍS

10.00-10.30 Umræður

10.30-12.00 Lokuð viðtöl við  Pedro Ballesteros fyrir þá sem vilja viðra hugmyndir sínar og kanna möguleika á umsókn í Intelligent energy - Europe (EIE)

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en skrá þarf þátttöku til RANNÍS fyrir kl. 12.00, mánudaginn 19. janúar, sími: 515 5800, netfang: rannis@rannis.is. Taka skal fram ef viðkomandi óskar eftir viðtali við Ballesteros.

Sjá einnig auglýsingu sem send var til fjölmiðla.