Fréttir


Nýtt skipurit

6.1.2004

Þann 30. desember staðfesti iðnaðarráðherra nýtt skipurit fyrir Orkustofnun sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Skipulagi stofnunarinnar var breytt með nýjum lögum þann 1. júlí 2003 og því var nauðsynlegt að setja henni nýtt skipurit.

Á Orkumálasviði verða tvær deildir, Auðlindadeild og Orkudeild. Auglýstar hafa verið stöður deildarstjóra deildanna og er umsóknarfrestur til 19. janúar.

Ný reglugerð fyrir Orkustofnun er í smíðum og er væntanleg fyrir janúarlok.