Fréttir


Útboði sérleyfa til rannsóknar og vinnslu á kolvetni á Drekasvæði frestað um tvo mánuði.

21.6.2011

Ákveðið hefur verið að opnun á útboði sérleyfa á Drekasvæðinu verði frestað til 3. október n.k. Umsóknarfrestur verður til 2. apríl 2012.

Ástæða þessara breytinga á dagsetningum er að ekki náðist að ljúka við nauðsynlegar lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar á vorþingi fyrir sumarhlé Alþingis, en um nauðsynlegar lagabreytingar er að ræða til að útboðið geti hafist.