Fréttir


Orkustofnun veitir Belgsholti ehf. leyfi til að reisa og reka allt að 30 kW vindrafstöð í Belgsholti þann 3. júní 2011.

7.6.2011

Orkustofnun hefur veitt Belgsholti ehf. leyfi til að reisa og reka allt að 30 kW vindrafstöð í Belgsholti þann 3. júní 2011. Með leyfisveitingunni er brotið blað í sögu raforkumála hér á landi þar sem um er að ræða fyrstu leyfisveitingu á grundvelli raforkulaga vegna vindorku.

Við undirbúning að útgáfu leyfisins var málsmeðferð hagað eftir ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003 sem og ákvæðum reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005.

Umsókn Belgsholts ehf. um virkjunarleyfi var kynnt í Lögbirtingablaðinu, sbr. 3. mgr. 34. gr. raforkulaga og 3. mgr. 8. gr. áðurnefndrar reglugerðar um framkvæmd raforkulaga, með auglýsingu, dags. 2. maí 2011, sem birt var 5. s.m. Þar gafst þeim aðilum sem málið varðar færi á því að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Engar athugasemdir bárust.

Framkvæmdir á grundvelli leyfisins skulu hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 31. desember 2012. Virkjun á grundvelli leyfisins skal vera komin í rekstur innan 15 ára fráútgáfu leyfisins, sbr. 2. mgr. 4.gr. raforkulaga.

 

LEYFIÐ