Fréttir


Kynningarfundur vegna olíuútboðs á Drekasvæði verður í Stafangri 6. júní n.k.. Dagskrá komin á vefinn.

27.5.2011

Dagskrá fyrir kynningu á útboði sérleyfa til rannsóknar og vinnslu á kolvetnum á Drekasvæðinu hefur verið sett inn á enska vef Orkustofnunar.

Útboðið verður kynnt fyrir olíufélögum í Olíusafninu í Stafangri 6. júní nk. Dagskráin hefst kl. 8:30 með skráningu og kaffiveitingum og lýkur með hádegisverði kl. 12:00. Við skráningu geta áhugasamir aðilar pantað fund með íslenskum stjórnvöldum eftir hádegi.

Áætlað er að annað útboð sérleyfa á Drekasvæðinu hefjist 1. ágúst nk. með umsóknarfresti til 1. febrúar 2012.