Fréttir


Orkustofnun prófar i-MIEV rafmagnsbílinn

11.5.2011

Orkustofnun hefur nú fengið afhentan fjögurra manna i-MIEV rafbíl til reynsluaksturs út árið 2011. Erlend fyrirtæki sjá tækifæri í samstarfi við íslenska aðila vegna reynslu þeirra á þessu sviði og vegna þess að hér á landi eru endurnýjanlegar auðlindir nýttar við framleiðslu á raforku.

Í september 2008 skrifaði iðnaðarráðuneytið og Orkustofnun undir viljayfirlýsingu við Heklu hf, Mitsubishi Corporation og Mitsubishi Heavy Industries um aðgerðir til þess að greiða fyrir innflutningi á rafbílum til Íslands í rannsóknaskyni. Erlend fyrirtæki sjá tækifæri í samstarfi við íslenska aðila vegna reynslu þeirra á þessu sviði og vegna þess að hér á landi eru endurnýjanlegar auðlindir nýttar við framleiðslu á raforku.

Orkusetur Orkustofnunar, á Akureyri festi kaup á rafbílnum í rannsóknaskyni en Iðnaðarráðuneytið leggur um 6 milljónir króna til verkefnisins í samræmi við samstarfssamning sem gildir fram í febrúar 2012. Bíllinn hefur verið til reynslu hjá Orkusetrinu og fleiri aðilum og er nú komið að Orkustofnun. Orkusetur sér um gagnaöflun og aðra þætti rannsóknarinnar


i-MiEV er losunarfrítt ökutæki, það er að segja bíllinn losar ekkert CO2 í andrúmsloftið. Á heimasíðu Mitsubishi er gefið upp að i-MiEV bíllinn losi um það bil 30% af CO2 losun bensínbíls. Þá er tekið með í reikninginn CO2 losun vegna framleiðslu rafmagnsins sem bíllinn notar, en þarna er reiknað út frá erlendum raforkumörkuðum og eitt af því sem rannsakað verður er losunin miðað við rafmagnsframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Það tekur um það bil 6 klukkutíma að fullhlaða bílinn. Áætlaður orkukostnaður er um 210 kr/ 100 km, en nákvæmur orkukostnaður og drægni bílsins er meðal annars það sem rannskað verður með notkun bílsins úti á stöðvum.