Fréttir


Orkustofnun veitir sveitarfélaginu Árborg leyfi til nýtingar á allt að 60 l/s af grunnvatnivið Ingólfsfjall í Ölfusi

11.5.2011

Orkustofnun veitti, þann 20. apríl 2011, sveitarfélaginu Árborg leyfi til nýtingar á allt að 60 l/s af grunnvatni við Ingólfsfjall í Ölfusi.

Við undirbúning leyfisveitingarinnar var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar hjá Umhverfisstofnun og Náttúrustofnun Íslands. Þá var leitað umsagnar hjá landeigendum á umræddu svæði sem og sveitarfélaginu Ölfusi.

Leyfið felur í sér nýtingu á allt að 60 l/s á umræddu svæði og er leyfishafa gert að taka tillit og hafa samráð við aðila sem stunda nýtingu í nágrenni nýtingarsvæðisins.

Leyfið gildir frá 20. apríl 2011 til 20. apríl 2041. Að þeim tíma liðnum er heimilt að framlengja leyfið til 15 ára í senn nema að forsendur leyfisveitingarinnar hafi breyst og sýnt sé fram á að óbreytt nýtinga grunnvatns hafi skaðleg áhrif á auðlindina. Leyfið fellur úr gildi ef ekki hefur náðst að semja um endurgjald fyrir auðlindanýtinguna eða eignarnáms verið krafist eða ef nýting hefur ekki hafist innan 3ja ára frá útgáfu þess.

Leyfið