Fréttir


Ráðning aðstoðarorkumálastjóra

7.11.2005

Ragnheiður Inga hefur verið deildarstjóri á orkumálasviði Orkustofnunar, en með breyttu skipulagi sviðsins, sem tekur gildi 1. janúar n.k. verður deildaskipting aflögð.
frett_07112005

Ragnheiður hefur doktorsgráðu í verkfræði frá Danska Tæknisháskólanum og MBA frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og sem sérfræðingur hjá Iðntæknistofnun Íslands.
 
Skipulag Orkustofnunar hefur verið í talsverðri endurskoðun síðustu ár og á miðju ári 2003 var Rannsóknarsvið Orkustofnunar gert að sjálfstæðri ríkisstofnun, Íslenskum orkurannsóknum. Nú eru á stofnuninni auk orkumálsviðsins og embættis orkumálstjóra, tvær fjárhagslega aðskildar rekstrareiningar, Vatnamælingar og Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Að auki er rekin sameiginleg þjónusta, sem jafnframt þjónar Íslenskum orkurannsóknum. Þorkell Helgason er orkumálastjóri.