Fréttir


Vistvænt eldsneyti

31.10.2005

Alkunna er að með notkun jarðefnaeldsneytis, þ.e. olíu og olíuafurða, er gengið á óendurnýjanlegar orkulindir heimsins. Því hefur í síauknum mæli verið leitað ráða til að draga úr notkun þessarar auðlindar svo og hvað hægt sé að nota í staðinn fyrir hana.

frett_31102005_4Í ritinu eru m.a. reifaðar hugmyndir um hvernig draga megi úr og bæta notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, skilyrði sem þarf að uppfylla og nokkrar mögulegar leiðir nefndar til að ná settum markmiðum. Sérstök áhersla er lögð á lausnir sem geta nýst í náinni framtíð, þ.e. á næstu 10-15 árum.

Meðal þess sem lagt er til að gert verði til að ná árangri er að breyta skattaumhverfi, verðleggja mengun og að sett verði stefna bæði hvað varðar menntun og rannsóknir á vistvænu eldsneyti.

Ritið má nálgast á bókasafni Orkustofnunar og einnig á rafrænu formi.