Fréttir


Útskrift frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

31.10.2005

Tuttugasti og sjöundi árgangur Jarðhitaskólans útskrifaðist föstudaginn 28. október. Nemendur sem útskrifuðust að þessu sinni eru tuttugu og koma frá Djibouti (1), Egyptalandi (1), El Salvador (2), Eþíópíu (1), Erítreu (1), Indónesíu (2), Íran (2), Kenýa (2), Kína (4), Rússlandi (3), og Úganda (1).

Að þessum nemendum meðtöldum hafa alls 338 nemendur frá 39 löndum lokið sex mánaða námi við skólann frá því hann tók til starfa 1979. Um 44% nemenda hafa komið frá Asíu, 26% frá Afríku, 16% frá Mið- og Austur-Evrópu og 14% frá Rómönsku Ameríku. Fimmtíu og þrjár konur hafa útskrifast (16%).

Á þessu ári hafa sex nemendur verið í meistaranámi við Háskóla Íslands á vegum Jarðhitaskólans. Þrír þeirra útskrifuðust á árinu (frá Íran, Mongólíu og Úganda). Hinir þrír (frá Kenýa 2 og Mongólíu 1) munu væntanlega útskrifast á næsta ári. Meistaranemarnir hafa allir lokið hefðbundnu 6 mánaða námi við Jarðhitaskólann á undanförnum árum og telst það hluti af meistaranáminu. Nokkrir meistaranemar munu hefja nám á næsta ári.

Við athöfnina flutti forstöðumaður Jarðhitaskólans, Ingvar Birgir Friðleifsson, skólaslitaræðu, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og fulltrúi nemenda, Sun Caixia, verkfræðingur frá Beijing, og Þorkell Helgason, orkumálastjóri, fluttu ávarp.

frett_31102005_1
Neðsta röð frá vinstri:  Achyar Karim (Indónesíu), Guðrún Bjarnadóttir, ritari, Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaður, Sun Caixia (Kína), Lúðvík S. Georgsson, aðstoðarforstöðumaður.
Miðröð:  Dradjat Budi Hartanto (Indónesíu), Solomon Kebede (Eþíópíu), Yu Yuan (Kína), Svetlana Yourchenko (Rússlandi), Blanca Minervini (El Salvador), Svetlana Strelbitskaya (Rússlandi), Aref Lashin (Egyptalandi), Hossein Hossein-Pourazad (Íran),  Behnam Radmehr (Íran).
Efsta röð:  Wang Liancheng (Kína), Clety Kwambai Bore (Kenýa), Sun Ying (Kína), Peter M. Wameyo (Kenýa), Daher Elmi Houssein (Djíbútí), Anibal Rodriguez (El Salvador), Kiflom Gebrehiwot (Erítreu), James F. Natukunda (Úganda), og Vitaly Taskin (Rússlandi.

frett_31102005_2
Achyar Karim tekur við skólaskírteini úr höndum Ingvars Birgis Friðleifssonar og Þorkels Helgasonar.

frett_31102005_3
Sturla Sigurjónsson, Þorkell Helgason, Valgerður Sverrisdóttir, Helgi Bjarnason og Ólafur G. Flóvenz voru meðal gesta við útskriftina.