Ráðstefna um umhverfiskostnað 27. október 2005
Ráðstefnan verður haldin 27. október 2005 kl. 8:30-14:30 á Grensásvegi. Á henni verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum:
- Er nauðsynlegt að setja verðmiða á umhverfið?
- Hvernig á að meta verðgildi umhverfis við framkvæmdir?
- Hvernig á að meta raunverulegt virði umhverfisins – er hægt að verðleggja ár, vötn og víðerni?
Auk þess verður fjallað um aðkomu Íslendinga að Kýótó-bókuninni svonefndu og aðferðafræði Rammaáætlunar.
Ráðstefnustjóri:Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar
Ráðstefnan verður haldin í nýjum sal á 1. hæð í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Öllum er heimill aðgangur að kostnaðarlausu meðan húsrúm leyfir, en skráning er nauðsynleg á heimasíðu Orkustofnunar.
Dagskrá ráðstefnunnar
Tími
8:30 Skráning
9:00 Ágúst Valfells, Orkustofnun/Háskólanum í Reykjavík: Inngangur, m.a. hlutverk Vettvangs um vistvænt eldsneyti
9:20 Jónas Haralz, fyrrv.bankastjóri: Það sem kemur fyrst ...
9:40 Geir Oddsson, auðlindafræðingur: Umhverfiskostnaður
10:00 Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytinu: Útstreymisheimildir, Kýótó og Ísland
10:20 Kaffi
10:40 Sveinbjörn Björnsson, Orkustofnun: Aðferðafræði Rammaáætlunar
11:00 Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar: Hvernig er hægt að leggja mat á ávinning af upplýsingum um auðlindir og umhverfi?
11:20 Ólafur Árnason, Línuhönnun: Aðferðir við mat á áhrifum framkvæmda á landslag
11:40 Halla Jónsdóttir, Iðntæknistofnun: Úthrif virkjanaframkvæmda
12:00 Matur
13:00 Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands: Kolefnabinding skóga
13:20 Þráinn Friðriksson, Ísor: Náttúrurleg koltvísýringslosun jarðhitasvæða
13:40 Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur KHÍ: Er umhverfið og gæði þess til sölu? - siðferðilegar hliðar markaðsvæðingar
14:00 Samantekt fundarstjóra
14:30 Ráðstefnuslit
Ágúst Valfells hélt inngangsfyrirlestur á ráðstefnunni
Fundargestir hlusta með athygli