Fréttir


Verkefnastyrkir á sviði sjálfbærra orkukerfa

11.10.2005

Morgunverðarfundur
Fimmtudaginn 13. október 2005, kl. 08:30-12:00
Hótel Loftleiðir við Hlíðarfót

Verkefnastyrkir - Sjálfbær orkukerfi 6. rannsóknaráætlunar ESB (RÁ) og Intelligent Energy for Europe (IEE)


Fundarstjóri verður Ólafur Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna.

Dagskrá:

08:30-09:00 Skráning og afhending gagna
09:00-09:05 Setning fundar Ólafur Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna
09:05-10:30 Kynning á næstu umsóknarfrestum og sóknarfærum í orkuáætlun 6.RÁ og IEE ásamt kynningu á 7.RÁ ESB  William Gillet, framkvæmdastjórn ESB, Orka og samgöngur
10:30-10:40 Sóknarstyrkir Rannsóknasjóðs vegna undirbúnings umsókna í 6.RÁ Ása Hreggviðsdóttir, verkefnastjóri alþjóðasviðs RANNÍS
10:40-10:50 Aðstoð landstengla við íslenska umsækjendur Þorbjörg V. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri alþjóðasviðs RANNÍS
10:50-11:00 Evrópska rannsóknastarfatorgið Þorsteinn B. Björnsson, verkefnisstjóri alþjóðasviðs RANNÍS
11:00-11:15 Rural ETINET Þorbjörg V. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri alþjóðasviðs RANNÍS
11:15-12:00 Umræður

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram eigi síðar en miðvikudaginn 12. október með tölvupósti til: asa hjá rannis.is

Nánari upplýsingar um 6. rannsóknaáætlunina er að finna á heimasíðu Rannís: www.rannis.is