Fréttir


Fjármögnun fyrstu djúpborunarholunnar tryggð

22.9.2005

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt allt að 300 m.kr. þátttöku í djúpborunarverkefninu.

Þar með er fjármögnun við borun fyrstu djúpu borholunnar tryggð því stjórn Landsvirkjunar gerði svipaða samþykkt í júní síðastliðnum og ríkisstjórnin 30. ágúst síðastliðinn. Hitaveita Suðurnesja samþykkti á síðastliðnu ári að leggja til eina vinnsluholu á Reykjanesi til djúpborunar, en vinnsluholur þar kosta 300-400 m.kr. hver.  Íslenska ríkið og orkufyrirtækin þrjú eru því með fjórðungshlut hvert. Um 300 m.kr. til viðbótar hafa síðan fengist úr erlendu rannsóknasjóðunum ICDP (International Continental Drilling Program) og NSF (National Science Foundation í Bandaríkjunum) og verður þeim fjármunum að mestu varið í kjarnaborun.

Sjá nánar frétt frá 31. ágúst sl.

Heimasíða IDDP verkefnisins