Fréttir


Vísindavaka

21.9.2005

Evrópusambandið hefur tileinkað föstudaginn 23. september vísindamönnum í Evrópu. Háskólar, rannsóknastofnanir og söfn víðs vegar í Evrópu hafa af því tilefni skipulagt ýmsa atburði þar sem m.a. er bent á möguleikana á starfsvettvangi í vísindum og rannsóknum.

Rannís heldur Vísindavöku í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 23. september kl. 17:30-21:00 þar sem öllum gefst tækifæri til að eiga ,,stefnumót við vísindamann”.

Fulltrúi Orkustofnunar á Vísindavöku verður Jóna Finndís Jónsdóttir, sérfræðingur á Vatnamælingum Orkustofnunar. Hún mun kynna rennslis- og vatnamælingar og sýna tæki sem notuð eru við mælingarnar.

Nánar má lesa um Vísindavökuna á vefsíðunni: http://www.rannis.is/visindavaka/forsida/

Rannís stendur einnig fyrir verkefninu ,,vísindamaður að láni”, og er því ætlað að örva áhuga grunnskólanemenda á náttúrufræðum. Grunnskólum býðst að fá í heimsókn starfandi vísindamann sér að kostnaðarlausu.

Orkustofnun hefur, ásamt fleiri opinberum stofnunum, tekið þátt í þessu verkefni og er Oddur Sigurðsson fulltrúi stofnunarinnar.