Fréttir


Gagnavefsjá í nýmiðlunarsamkeppni Sameinuðu þjóðanna

14.9.2005

Tilgangurinn með nýmiðlunarverðlaunum Sameinuðu þjóðanna (World Summit Award, WSA) er að velja og kynna besta stafræna efnið og nýmiðlun  í veröldinni um þessar mundir.

Að skipulagningu samkeppninnar standa fulltrúar 168 landa í fimm heimsálfum og er meginmarkmiðið að brúa bilið milli þeirra sem skammt og langt eru komnir í upplýsingatækni og efla gerð net- og nýmiðlunarefnis í heiminum.

Efnt er til samkeppninnar að frumkvæði European Academy of Digital Media (EADiM; sjá www.europrix.org/europrix/Academy), en keppnin er skiplögð og unnin undir merkjum Leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna um upplýsingasamfélagið.

Gagnavefsjá var valin til að keppa í flokknum e-Science fyrir Íslands hönd í forkeppni sem fór fram í maí síðastliðinn. Nú í september voru nýmiðlunarverðlaunin veitt eftirtöldum verkefnum í flokki vísinda:

e-Science

“JST Virtual Science Center” from Japan
“Edumedia” from France
“Fauna.hr” from Croatia
“Cape Farewell” from the UK
“Virtual Science Museums of China” from China
Dvd-kids, sem er íslenskt, er eitt af verðlaunaverkefnum í flokknum e-Entertainment. Sjá www.dvd-kids.com/

Sjá nánar á vefsíðu World Summit Award