Fréttir


Nýjar lausnir í orkumálum Norðurlanda

5.9.2005

Í tilefni af 20 ára afmæli Norrænna orkurannsókna (Nordisk energiforskning - NEF)  verður haldin ráðstefna í Kaupmannahöfn þann 13. október, n.k.

Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um það sem helst er að gerast í  norrænum orkurannsóknum og horft til framtíðar um orkuöflun. Meðal fyrirlesara verður Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, deildarstjóri orkudeildar Orkustofnunar.

Norrænar orkurannsóknir hafa stuðlað að samvinnu um orkurannsóknir á Norðurlöndum síðastliðin 20 ár. Þessar rannsóknir hafa styrkt rannsóknarsamfélagið og skapað möguleika á samstarfi í orkugeiranum og aukið þekkingu á nýjungum. Mörg íslensk verkefni hafa fengið styrki frá NEF.

Sjá nánar um dagskrána og skráningu á ráðstefnuna : http://www.nordicenergy.net/_upl/jub_proga5_2_til_web.pdf

Skráning er til 12. september n.k.

Vefur Nordisk energiforskning:   http://www.nordicenergy.net