Djúpborunarverkefni fær fjárveitingu frá ríkisstjórninni
Í fyrstu er fyrirhugað að bora allt að 5 km djúpa rannsóknarholu á Reykjanesi. Verkefnið kann að leiða til þess að endurmeta þurfi hinn raunverulega orkuforða landsins því hugsanlega má vinna mun meiri orku úr háhitasvæðunum en hingað til hefur verið álitið. Borun holunnar hófst á þessu ári og er reiknað með að vinnslutilraunum í þeirri holu verði lokið árið 2009.
Yfirlit yfir djúpborunarverkefnið (pdf)
Heimasíða verkefnisins IDDP