Fréttir


Raforkunotkun ársins 2010

15.4.2011

Raforkuhópur Orkuspárnefndar kynnir yfirlit yfir raforkunotkun ársins 2010.

Árið 2010 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 17.059 GWh og jókst um 1,3% frá fyrra ári. Stórnotkun nam 13.209 GWh á árinu 2010 og jókst um 2,2% frá fyrra ári. Almenn notkun minnkaði um 1,0% og nam 3.521 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 330 GWh og minnkuðu um 7,3%. Veðurfar hefur nokkur áhrif á raforkunotkun aðallega vegna rafhitunar húsnæðis. Til að fá eðlilegan samanburð milli ára hvað varðar þróun almennrar raforkunotkunar er hún oft leiðrétt út frá lofthita. Síðasta ár var hlýrra en árið á undan og aukning notkunar milli ára er því heldur meiri eftir hitastigsleiðréttingu. Tölur leiðréttar út frá lofthita eru sýndar innan sviga þar sem slíkt á við.

Fréttatilkynning frá raforkuhópi Orkuspárnefndar.