Fréttir


Hlaup í Skaftá

2.8.2005

Skaftárhlaup náði hámarki við Sveinstind í morgun klukkan 4:15 og var rennslið þá 720 rúmmetrar á sekúndu.
frett_02082005

Rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur var stöðugt kl. 9 í morgun og var þá 114 rúmmetrar á sekúndu.

Rennsli Eldvatns við Ása var enn að aukast kl. 9 í morgun og var þá 370 rúmmetrar á sekúndu.

Búast má við að rennsli í byggð nái hámarki síðdegis í dag.