Fréttir


Heimarafstöðvar eru menningarverðmæti

22.7.2005

Íslendingar eiga að stand vörð um heimarafstöðvar og varðveita þær í upprunanlegri mynd eins og kostur er.

Margar eldri virkjanir hafa verið endurnýjaðar og hafa enn hlutverki að gegna, en aðrar liggja undir skemmdum eða hafa verið urðaðar. Orkustofnun hefur í gegnum árin haldið skrá um rafstöðvar og vill gjarnan bæta frekari upplýsingum við. Orkustofnun þiggur með þökkum upplýsingar frá almenningi sem bætt geta upplýsingagrunn Orkustofnunar svo hægt sé að halda saman öllu því sem skiptir máli um heimarafstöðvar s.s. hvenær hún var gangsett, endurnýjuð eða lögð niður, gerð hverfils, stærð kW, fallhæð, meðalrennsli og síðast en ekki síst myndir.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Guðmundsson í síma 569 6082 eða netfang beg@os.is
Í Gagnavefsjá Orkustofnunar og Ísor eru upplýsingar um heimarafstöðvar.