Fréttir


Umsóknir sem bárust jarðhitaleitarátaki hafa verið afgreiddaR

21.7.2005

Umsjónarhópur með jarðhitaleitarátaki 2005 hefur afgreitt þær umsóknir sem bárust.

Sveitarfélög voru áberandi á umsóknarlistanum en mikill áhugi er á jarðhitaleit hjá sveitarfélögunum, enda hefur árangur af jarðhitaleit víða gjörbreytt búsetuskilyrðum. Að þessu sinni voru 43 milljónir króna til ráðstöfunar sem skiptust á milli 20 aðila. Hæstu styrkirnir runnu til sveitarfélags Hornafjarðar, Grundarfjarðar og Fjarðarbyggðar.

Nánari upplýsingar um jarðhitaleitarátak á köldum svæðum má finna hér.