Fréttir


Verkefni lokið sem hlaut styrk úr Orkusjóði 2004

14.7.2005

Rafeindastýrði borholumælirinn hefur nú verið prófaðar og frekari þróunarvinna er í gangi.

Niðurstöður prófana urðu eftirfarandi:

Í fyrsta lagi er drifbúnaður og öryggi honum tengd hugvitslega leyst og er hann mjög líklegur til að virka vel. Í öðru lagi er skráningin með þeim hætti sem sérfræðingar ÍSOR lögðu til, þ.e. mælitölvan skráir dýpi, hitagildi og merkjatíðnina sem ákvarðast af hitastiginu. Viðbótartillaga er að tækið geti skráð mælingar úr nokkrum holum áður en lesa þarf gögn yfir í úrvinnslutölvu. Í þriðja lagi ganga gögnin vel á milli tölva en til þess þarf hugbúnað sem fylgir stýrikerfum flestra PC tölva. Að síðustu voru ræddar útfærslur á stýrihnöppum og valmyndakerfi til þess að auðvelda notkun tækisins og gera það markaðsvænt.

Á heildina litið er verkefnið vel heppnað og líklegt að umrætt mælitæki geti leyst af hendi handrúllurnar sem í dag eru notaðar við hitamælingar í grunnum borholum. En auk þess að vera handknúnar þarf að stöðva þær með reglulegu millibili (5m er vinsælt bil) til að lesa af tækinu og skrá í feltbók eða lesa inn á diktafón.