Hlaup í Múlakvísl
Um miðnætti lækkaði leiðni dálítið en hefur haldist há fram eftir morgni. Farið var að Múlakvísl í gærkvöldi (6. júlí) og reyndist vera nokkuð hlaupvatn í ánni. Rafleiðni var mæld við árbakkann í gærkvöldi og aftur í morgun. Þær mælingar staðfestu niðurstöður úr síritanum.
Þegar mikið magn uppleystra efna er í vatni hefur það háa rafleiðni. Í jarðhitavatni er mun meira af uppleystum efnum en í fersku vatni og því bendir það til aukinnar jarðhitavirkni þegar leiðni eykst í ánum sem renna frá jöklinum.
Tveir starfsmenn frá Vatnamælingum Orkustofnunar og einn frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands munu í dag (7. júlí) mæla rennsli og taka sýni úr ánni.l