Fréttir


Orkuráð hefur farið yfir umsóknir til Orkusjóðs

1.7.2005

Á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 30. júní, afgreiddi orkuráð tillögur til iðnaðarráðherra um afgreiðslu styrkumsókna til Orkusjóðs. Afgreiðslu iðnaðarráðherra á tillögum orkuráðs er að vænta um miðjan júlí.

Alls bárust sjóðnum 32 umsóknir samtals að upphæð kr. 69,5 m.kr. en á árinu 2005 hefur sjóðurinn til úthlutunar 24,5 m.kr.

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta skal gert með því:

  • að veita lán til að leita að jarðvarma þar sem hagkvæmt þykir til að draga úr kostnaði þjóðfélagsins við upphitun húsnæðis,
  • að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda, 
  • að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi,
  • að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis.

Jakob Björnsson  sér um umsýslu orkusjóðs og svarar fyrirspurnum varðandi hann: jbj@os.is