Fréttir


Orkunotkun í íbúðarhúsnæði

29.6.2005

Um síðustu áramót settu Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið af stað verkefni um orkunotkun í íbúðarhúsnæði í samstarfi við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Verkfræðideild Háskóla Íslands.

Markmið verkefnisins er að kortleggja orkunotkun og einangrun bygginga, sérlega þeirra sem þykja nota óeðlilega mikla raforku til húshitunar. Eldri hús eru oft ekki einangruð í samræmi við nútímakröfur, sem von er, og standast þar með ekki kröfur byggingarreglugerðar. Gera þarf íbúðareigendur meðvitaða um heildarkostnað vegna húshitunar og kanna hagkvæmni þess að skipta yfir í aðra orkugjafa og/eða bæta einangrun húsa.

Nú þegar hafa verið skoðuð hús í  Vík í Mýrdal og Snæfellsbæ og viðtöl tekin við húseigendur. Viðtökur á þessum stöðum voru afar góðar.  Í næsta áfanga verða skoðaðar byggingar á Skagaströnd og jafnvel fleiri stöðum. Unnið verður úr niðurstöðum í lok sumars og munu þær þá verða kynntar almenningi með umræðu í fjölmiðlum, upplýsingagjöf á netinu og útgáfu bæklinga.

Meðalársorkunotkun per. íbúð ásamt staðalfráviki fyrir sérhvern stað:

                               Orkunotkun

 

Meðalársnotkun Staðalfrávik

 

kWh kWh
Snæfellsbær 30.741 10.542
Skagaströnd 26.026 9.436
Vík í Mýrdal 25.920 9.279
frett_26062005_1

Ársorkunotkun per. íbúð í Snæfellsbæ.  Græna línan er 35.000 kWh þakið sem er niðurgreitt vegna húshitunar, sem er að meðaltali um 85% raforkunotkunar heimila.

frett_26062005_2
Ársorkunotkun per. íbúð í Vík í Mýrdal.  Græna línan er 35.000 kWh þakið sem er niðurgreitt vegna húshitunar, sem er að meðaltali um 85% raforkunotkunar heimila.