Fréttir


Meistaraverkefni um rennslislykla

1.6.2005

Markmið verkefnisins var að nota Bayesíska tölfræði til þess að reikna rennslislykla, þ.e. samband vatnshæðar og rennslis. Mjög var stuðst við gögn Vatnamælinga Orkustofnunar við matið, þar á meðal alla gildandi rennslislykla. Reynt var að minnka hlutdrægni í ferlinu með leifagreiningu og mat lagt á óvissu rennslislykilsins sem og allar afleiddar stærðir s.s. ársmeðalrennsli og hámarks- og lágmarksrennsli. Einnig var reynt að leggja mat á gæði rennslislykla með nýjum gæðastuðlum. Niðurstöður voru svo bornar ítarlega saman við niðurstöður hóps um rennslislykla á vegum CHIN, samstarfs vatnamælinga á Norðurlöndunum.

Leiðbeinendur Snorra voru þeir Birgir Hrafnkelsson og Ólafur P. Pálsson

Fyrirlesturinn verður haldinn 2. júní kl. 16:20 í VR-II. Er verkefnið eitt af 10 meistaraverkefnum frá verkfræðideild HÍ sem verða varin þann dag.

Öllum er heimill aðgangur og eru hagsmunaaðilar og áhugasamir hvattir til þess að mæta.

Frétt á vef Morgunblaðsins