Fréttir


Gagnavefsjá kynnt á nýmiðlunarhátíð í Öskju

18.5.2005

Gagnavefsjá Orkustofnunar og Ísor er eitt þeirra verkefna sem kynnt verða á nýmiðlunarhátíð sem haldin verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 21. maí frá kl. 13:00 til 18:00. Þar gefst almenningi og fagfólki einstakt tækifæri til að kynna sér bestu afurðir íslenskra nýmiðlunarfyrirtækja um þessar mundir. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning af þessu tagi er haldin hérlendis en á henni verða sýnd og kynnt þau fimmtán nýmiðlunarverkefni sem dómnefnd í landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna valdi í forval. Átta þeirra verða síðan valin úr og þau send sem framlag Íslands í aðalkeppni World Summit Award (sjá: www.wsis-award.org) sem haldin verður í Túnis í haust.

Hátíðin í Öskju á laugardaginn er öllum opin og verður dagskráin þríþætt:
         -  nýmiðlunarsýning með fimmtán vef- og margmiðlunarverkefnum
         -  stuttar kynningar á þeim öllum í samfelldri dagskrá
         -  tilkynning sigurvegara í átta flokkum og verðlaunaafhending

Verkefnin eru 15 og skiptast í 8 flokka

Menntun

 • Tölvunám á netinu: Myndbandaskólinn ehf
 • Upplýsingakerfi fyrir skólasamfélagið: Mentor 
 • InnoEd: Kennaraháskóli Íslands 
 • Orkuleikurinn: Landsvirkjun / Atómstöðin

Menning

 • Þjóð verður til: Gagarín / Þjóðminjasafn Íslands
 • Ævi og verk Halldórs Kiljan Laxness: Gagarín / Gljúfrasteinn

Vísindi

 • Jöklaveröld: Beisik
 • Gagnavefsjá: Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR)

Opinber stjórnsýsla

 • Minn Garðabær: Hugvit

Heilsa

 • Ískrá: Heilsugæslan í Reykjavík

Viðskipti

 • Ferðaþjónustukynning: Markaðsstofa Austurlands

Afþreying

 •  Spurl.net: Spurl.net
 • Helga: Kiesel Software á Íslandi ehf
 • DVD – kids: 3-plus hf

Efni sem stuðlar að því að brúa bil milli menningarheima

 • Bókaormar BarnUng: KHÍ

Fulltrúar verkefnanna verða á staðnum og svara spurningum gesta og gangandi.

Hátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Keppnin hér á landi er skipulögð í samvinnu Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins.
Nánari upplýsingar um keppnina: fr@hi.is;  s.525 43 40.
www.wsis-award.org