Fréttir


Nýtt starfsár hafið í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

11.5.2005

Nýtt starfsár hjá Jarðhitaskólanum hófs 11. maí og er það tuttugasta og sjöunda starfsár Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Tuttugu nemendur frá 11 löndum munu stunda sex mánaða sérfræðinám við skólann. Þau eru öll með háskólapróf í raungreinum, a.m.k. eins árs starfsreynslu við jarðhita og eru í föstum störfum við rannsóknir eða nýtingu jarðhita í heimalöndum sínum.

Nemendurnir koma frá Djíbútí, Egyptalandi, Úganda, Erítreu, Eþíópíu, 2 frá El Salvador, 2 frá Indónesíu, 2 frá Íran, 2 frá Kenýa, 3 frá Rússlandi og  4 frá Kína.

Alls hafa 318 nemendur frá 39 löndum útskrifast úr skólanum á fyrri árum. Margir þeirra leiða jarðhitastarfsemi í sínum löndum.

Jarðhitaskólinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Orkustofnunar. Kennarar og leiðbeinendur skólans koma einkum frá Íslenskum orkurannsóknum og Háskóla Íslands.

frett_11052005_1
Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaður Jarðhitaskólans

frett_11052005_2
Nýnemar Jarðhitaskólans

frett_11052005_3
Nýnemar Jarðhitaskólans