Fréttir


Jarðhitaráðstefna IGA í Tyrklandi

29.4.2005

Þann 24. apríl hófst ráðstefna Alþjóða jarðhitasambandsins í Antalya í Tyrklandi og lýkur henni föstudaginn 29. apríl. Skráðir þátttakendur eru rúmlega 1000, þar af 63 frá Íslandi sem munu kynna 53 fræðigreinar. Ráðstefnur Alþjóða jarðhitasambandsins eru haldnar á fimm ára fresti og eru þær stærstu ráðstefnur sinnar tegundar sem haldnar eru í heiminum.

Framlag Orkustofnunar til ráðstefnunnar er erindi Árna Ragnarssonar um jarðhitanýtingu á Íslandi. Einnig var Gagnavefsjáin kynnt í samstarfi við starfsmenn Íslenskra orkurannsókna, auk þess sem jarðhitanýting á Íslandi var kynnt á veggspjöldum, bæði á bás Enex og IEA

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti erindi við setningu ráðstefnunnar og fjallaði í ræðu sinni m.a. um djúpborunarverkefnið IDDP og starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, en starfsemi skólans er einn stærsti liður í þróunaraðstoð Íslendinga. Á undanförnum ráðstefnum hafa fyrrum nemendur Jarðhitaskólans verið áberandi meðal fyrirlesara og er þessi ráðstefna engin undantekning því 80 af um 300 fyrrum nemendum skólans sitja ráðstefnuna og eiga aðild að 144 erindum af rúmlega 700 sem þar verða flutt.

Ráðstefnur sem þessar eru mikilvægur vettvangur vísindamanna sem þar geta miðlað nýrri þekkingu og reynslu í rannsóknum og nýtingu jarðhitaauðlindarinnar.

Heimasíða ráðstefnunnar: www.wgc2005.org

Enex: www.enex.is

Ræða iðnaðarráðherra: www.idnadarraduneyti.is/radherraVS/raedur-og-greinar/nr/1613

Heimasíða IEA, jarðhitamál: www.iea-gia.org

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna: www.unugtp.is

Djúpborunarverkefnið IDDP: www.iddp.is

Íslenskar orkurannsóknir: www.isor.is