Fréttir


Vetni - orkuberi framtíðar?

25.4.2005

Á þessu ári lýkur formlega fyrstu alvöru tilraun á Íslandi við að nota vetni sem eldsneyti. Af því tilefni heldur Íslensk NýOrka ráðstefnu um niðurstöður verkefnis með tilraunaakstur vetnisstætisvagna (ECTOS- verkefnið). Allir helstu aðstandendur verkefnisins flytja erindi og einnig margir alþjóðlegir fulltrúar vetnisverkefna. Fjallað verður um reynslu af efnarafölum, vetnisstöðinni og viðtökur almennings. Síðari dagurinn verður helgaður horfum í vetnismálum og næstu verkefni. Allir áhugasamir um eldsneyti og orku á Íslandi eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hitta erlenda og íslenska sérfræðinga um málið og taka þátt í umræðum.

Ráðstefnan er á ensku og verður haldin á Hotel Nordica 27. - 28. apríl.
Nánari lýsingu og dagskrá er að finna á: www.it-conferences.is/hydro/
Skráning fer fram á vefsíðunni eða með því að senda tölvupóst til: camilla@iclandtravel.is
 
Sérstök afsláttarkjör eru boðin kennurum og stúdentum.