Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra veitt tímabundið leyfi frá starfi
Ráðherra hefur í dag sett Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur í embætti orkumálastjóra umrætt tímabil.
Ragnheiður hefur doktorsgráðu í verkfræði frá Danska Tæknisháskólanum og MBA frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og sem sérfræðingur hjá Iðntæknistofnun Íslands. Ragnheiður hefur undanfarið gegnt stöðu deildarstjóra orkudeildar á orkumálasviði stofnunarinnar.