Fréttir


Norrænn fundur um mælitækni vatnamælinga

15.4.2005

Þann 15. apríl var haldinn fundur á Orkustofnum um mælitækni við vatnamælingar. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Aðalefni fundarins voru mælingar með straumsjá sem er hljóðbylgjutæki sem notað er við mælingar í vatnsföllum. Farið var yfir stöðu tækninnar og hagnýtingu hennar á Norðurlöndum og hvernig best verði háttað upplýsingaflæði milli þeirra sem að þessum málum vinna.

Ákveðið var að setja upp sérstaka vefsíðu sem vistuð verður á Orkustofnun þar sem þeir sem vinna með þessa tækni geta sett inn leiðbeiningar og annað efni sem tengist rannsóknum og meðferð mælitækjanna. Þannig er tryggt að öllum upplýsingum verður safnað saman á einn stað og þær aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða Bretum að taka þátt í þessu samstarfi

Niðurstöður verða kynntar á norrænu vatnafræðiráðstefnunni í Danmörku árið 2006.