Fréttir


Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra á vorfundi Jarðfræðafélags Íslands

8.4.2005

Vorfundur Jarðfræðafélags Íslands verður haldinn 9. apríl. Nokkrir sérfræðingar á Orkustofnun flytja þar fyrirlestra.

Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, og Snorri P. Snorrason flytja fyrirlestur er nefnist "Fljótsbotn "Grunnvatnshitinn varar við Vatnajökulsgosum"". Sveinbjörn Björnsson hefur tekið þátt í rannsóknum á áhrifum jarðskorpuhreyfinga á jarðhitasvæði í Árnessýslu og Borgarfirði og verður fluttur fyrirlestur um þá rannsókn. Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á Orkustofnun, og Bergur Einarsson flytja fyrirlestur um reiknaðan aldur íss á völdum stöðum í þíðjöklum á Íslandi.

Að auki verða nokkrir starfsmenn Orkustofnunar með veggpjöld og kynningar á þeim.

Dagskrá og ráðstefnurit