Fréttir


Veðurfar og veðurbreytingar á vorþingi FÍV

7.4.2005

Vorþing Félags íslenskra veðurfræðinga er haldið dagana 7. - 8. apríl. Þar verður m.a. fjallað um veðurfar og veðurbreytingar. Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur á Vatnamælingum segir frá nýjustu niðurstöðum djúpkjarnaborana á heimskautajöklum jarðar. Greint verður frá rannsókn NGRIP ískjarnans (North Greenland Ice Coring Project), sem veitt hefur ítarlegar upplýsingar um veðurfar á Norður-Atlantshafssvæðinu á sl. 125.000 árum, m.a. varðandi lok síðasta hlýskeiðs (Eem skeiðsins) fyrir um 110.000 árum. Þá verður stuttlega fjallað um borunina á Dome C bungunni á Suðurskautslandinu, sem lauk við árslok 2004, en sá ískjarni segir sögu veðurfars og andrúmslofts a.m.k. 900.000 ár aftur í tímann.

Þingið verður haldið í fundarsal Veðurstofu Íslands 3. hæð og er dagskráin sem hér segir:

Fimmtudagur 7. apríl


13:00-13:50
Joachim Reuder: Probing the atmospheric boundary layer by remotely piloted vehicles

13:50-14:10
Sigurður Þorsteinsson: Background error variations in data assimilation

14:10-14:40
Trausti Jónsson: At the corner – Two cases of rapid temperature fluctuations near a mountain

14:40-15:00
Þór Jakobsson: Sea ice at the coasts of Iceland in March 2005

15:00-15:30
COFFEE BREAK

15:30-15:50
Halldór Björnsson: Myth busting – Iceland as a heat island

15:50-16:10
Philippe Crochet: Precipiation trends in Iceland derived from ERA40 data

16:10-16:40
Hjalti Sigurjónsson: Evaluation of precipiation calculated by MM5 on the Þjórsá and Tungnaá basins

16:40-17:00
Joachim Reuder: The future of meteorology in Bergen – plans, ideas, visions

Föstudagur 8. apríl


10:00-10:20
Ólafur Rögnvaldsson: Much ado about nothing – precipitation in future climate

10:20-10:40
Þorsteinn Þorsteinsson: New results from the North GRIP and Dome C deep ice coring projects

10:40-11:00
Tómas Jóhannesson: Water, water everywere...

11:00-11:20
Ólafur Rögnvaldsson: Mapping of the climatalogy of winds in Iceland

11:20-11:40
Kristján Jónasson: Correlation of average temperature in Iceland with temperatures in Greenland and Norway in preseeding seasons

11:40-12:00
Haraldur Ólafsson: The heat source of the föhn