Fréttir


Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi

29.3.2005

Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi verður efni málstofu Landverndar sem haldin verður í Norræna húsinu 30. mars kl. 16.30.

Þar munu þeir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, og Björgólfur Thorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og stjórnarmaður í Landvernd, flytja erindi. Jafnframt munu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður og Þorkell Helgason orkumálastjóri taka þátt í pallborðsumræðum.

Á málstofunni verður fjallað um horfur í orkumálum í heiminum, hvernig  framboð og eftirspurn hefur þróast og hvert stefnir í þeim málum að mati alþjóðastofnana. Sérstaklega verður fjallað um eftirfarandi atriði:

Hver er orkuþörfin ef takast á að ná markmiðum um að draga úr fátækt og bæta lífskjör á jörðinni?
Má hugsanlega bæta lífskjör án þess að auka orkunotkun eða er frekari orkuöflun nauðsynleg forsenda?
Hver eru umhverfisáhrif núverandi orkubúskapar og hvernig verður best stuðlað að sjálfbærri orkuöflun?
Hafa þróunarlöndin aðra valkosti í orkumálum en iðnríkin notast við í dag?

Málstofunni er einnig ætlað að fjalla um orkubúskap hér á landi í alþjóðlegu ljósi  og leitast verður við að svar eftirfarandi spurningum:
 
     Hversu mikla orku hafa Íslendingar til ráðstöfunar og hvernig verður henni best ráðstafað?
     Er orkufrekur iðnaður hagkvæmur orkuútflutningur?
     Hvernig verðleggjum við orkuna rétt og höfum við tekið tillit til náttúruverndarsjónarmiða?
     Hverjar eru siðferðilegar skyldur og þarfir núlifandi kynslóða og hvernig tökum við best tillit til
     þarfa komandi kynslóða?

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar stjórnar málstofunni.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.