Fréttir


Góð þátttaka á ársfundi Orkustofnunar

10.3.2005

Eftir ávarp ráðherra orkumála, Valgerðar Sverrisdóttur, flutti Gunnar Berge, forstjóri olíustofnunar Noregs, erindi um framtíð orkumála í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Þá sagði Jóna Finndís Jónsdóttir frá vatnafarsrannsóknum Vatnamælinga og norrænu samstarfi og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir skýrði frá breytingum á raforkumarkaði.

Þorkell Helgason, orkumálastjóri, flutti svo inngang að pallborðsumræðum um hlutverk og framtíð Orkustofnunar sem Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps stýrði.

Hér má skoða erindi og glærur frá fundinum

frett_10032005_1
Pallborðsumræður: Guðný Hrund Karlsdóttir, Þórður Guðmundsson, Sveinn Hannesson, Birkir Jón Jónsson, Júlíus Jónsson, Helgi Jensson.

frett_10032005_2
Gestir á ársfundi 2005.