Fréttir


Erindi orkumálastjóra á ráðstefnu um arðsemi góðrar stjórnsýslu

9.3.2005

Þann 9. mars stóðu fjármálaráðuneytið, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og félag forstöðumanna ríkisstofnana fyrir ráðstefnu undir heitinu Arðsemi góðrar stjórnsýslu. Þar flutti Þorkell Helgason orkumálastjóri erindi sem hann nefndi "Hvað hindrar góða stjórnsýslu?".

Hér má nálgast erindið og glærurnar.

Auk hans fluttu erindi þau Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.

Fullt var út úr dyrum á ráðstefnunni, sem sýnir að áhugi á þessu máli er mikill innan stjórnsýslunnar.