Fréttir


Dagskrá Orkuþings skóla

24.2.2005

Orkuþing skóla í Perlunni 25. – 27. febrúar 2005.

Dagskráin 25. febrúar kl. 10.00 -14.30. Sýningin er opin til klukkan 16.

10.00 – 10.10   Setning
10.10 – 10.20   Opnun Orkuvefs
10.20 – 10.50   Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor HÍ – Orka og áhrifin
10.50 – 11.20   Ari Ólafsson eðlisfræðingur HÍ - Orkuform – Sýnitilraunir
11.20 – 12.50   Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir kynna Íslenska vetnishúsið

12.50 – 13.00   Hlé

13.00 – 13.20   Júlía Katrín Björke og Erna Knútsdóttir fjalla um Vetnisvefinn og orku framtíðar
13.20 – 14.00   Málþing skólanema – Nokkrir grunnskólanemar hafa framsögu og í framhaldi af því fara fram umræður um orkumál.
14.00 – 14.30   Örn Johnson frá Skorra ehf. fjallar um sólarrafhlöður


Á svæði hægra megin við aðalinngang fer Orkuleikurinn fram á vegum Landsvirkjunar. Þar komast 15-20 að í einu, en þurfa að skrá sig.

Við sýningarbása verða getraunir sem öllum er velkomið að taka þátt í. Þar eru einnig sýnd verkefni frá skólum, leikskólum, orkufyrirtækjum og ýmsum stofnunum.

Sögusafnið er opið allan tímann. Það er á vinstri hönd þegar gengið er inn í Perluna.

Í fyrirlestrarsal á neðri hæð og við gosbrunninn verða kynningar frá skólum:

  • Lýsuhólsskóli í Snæfellsbæ kynnir Þróunarverkefnið Stubbalækjarvirkjun. Verkefnið, sem tengist umhverfisvinnu skólans, fjallar um að nýta þá vistvænu orku sem finna má á skólalóðinni. Það felur í sér vatnsaflsvirkjun, gróðurhús, veðurstöð, kálgarð og fleira.
  • Kynning á Orkuvefnum: www.klebergsskoli.is/orka
  • Verkefni nemenda við Kvennaskólann í Reykjavík
  • Verk nemenda Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit
  • Vetnistilraunir – samstarfsverkefni nemenda úr skólum Akureyrar

Starfshópur um eflingu náttúruvísinda í skólum, NORDLAB, stendur fyrir þinginu í samvinnu við Orkustofnun, Orkusjóð, Samorku, Hitaveitu Suðurnesja, ÍSOR, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, Landvernd, Nýorku, Olíufélagið Esso, RARIK og Sorpu.

Vetnisvagnar frá Nýorku flytja nemendur úr og í skóla.