Styrkir til jarðhitaleitar á köldum svæðum
Um er að ræða styrki til almennrar jarðhitaleitar með hitastigulsborunum og jarðvísindalegum aðferðum, gegn a.m.k. 50% mótframlagi umsækjanda.
Styrkir standa til boða sveitarfélögum, orkufyrirtækjum og öðrum þeim sem uppfylla skilyrði úthlutunarnefndar en við forgangsröðun verkefna verður einkum tekið tillit til eftirtalinna atriða:
1) Að verkefnið leiði til lækkunar á almennum niðurgreiðslum til húshitunar.
2) Að verkefnið efli byggð í landinu.
3) Að verkefnið sé þjóðhagslega arðbært, m.a. með tilliti til flutnings- og dreifikerfis raforku.
Umsóknarfrestur er til 11. mars og nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á síðu um jarðhitaleit á heimasíðu Orkustofnunar