Styrkveitingar úr Orkusjóði
“að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi”
“að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni”
Á árinu 2005 styrkir Orkusjóður verkefni á eftirtöldum sviðum í þeim mæli sem fjármunir hans hrökkva til:
a. Verkefni sem leiði til hagkvæmrar orkunotkunar
Sérstök áhersla er lögð á:
1. að stuðla að hagkvæmri orkunýtingu og orkusparnaði
2. að afla þekkingar á þessum sviðum og miðla henni
3. að hvetja til rannsókna- og þróunarstarfs er að þessu miðar
b. Verkefni sem leiði til minni notkunar jarðefnaeldsneytis
Sérstök áhersla er lögð á:
1. þekkingaröflun og samstarf
2. nýjar leiðir til orkuöflunar/orkuframleiðslu
Umsóknarfrestur er til 4. mars 2005. Umsóknum skal skila til Orkusjóðs, Akureyrarsetri Orkustofnunar, Borgum við Norðurslóð, Pósthólf 102, 602 Akureyri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og einnig hér á síðunni.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá Orkusjóði í síma 5696083, 8944280, netfang jbj@os.is
Umsóknareyðublað á pdf formi.
Hægt er að fylla eyðublaðið út á skjánum og prenta það svo út.
Verklagsreglur Orkuráðs við meðferð láns- og styrkumsókna úr Orkusjóði. (pdf)
Starfsmaður Orkusjóðs er Jakob Björnsson, jbj@os.is