Valgarður Stefánsson kvaddur á Orkustofnun

Valgarður Stefánsson, jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Frá 1. september var hann í hálfri stöðu á Orkustofnun en hefur nú látið af störfum þar og helgar starfskrafta sínu að fullu hinu nýja starfi.
Starfsmenn Orkugarðs kvöddu Valgarð yfir morgunkaffinu, föstudaginn 7. janúar og þökkuðu honum samstarfið.
Valgarður hefur verið einn helsti jarðhitasérfræðingur Orkustofnunar til margra ára og erum honum þökkuð störf í þágu stofnunarinnar og óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Heimasíða IGA: www.geothermal-energy.org