Fréttir


Breyting á raforkulögum og nýjar reglugerðir

6.1.2005

Þann 10. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi lög um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003. Lögin sem eru númer 149/2004 hafa verið birt í Stjórnartíðindum.

Tekið hafa gildi þrjár reglugerðir sem stoð eiga í raforkulögunum. Fjalla þær um framkvæmd laganna, um raforkuviðskipti og mælingar og um gæði og afhendingaröryggi raforku. Reglugerðirnar má nálgast hér að neðan:

1051/2004  Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 511/2003 um framkvæmd raforkulaga

1050/2004 Reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar

1048/2004 Reglugerð um gæði raforku og afhendingaröryggi