Fréttir


Nýjar gjaldskrár raforkufyrirtækja fyrir dreifingu og flutning

4.1.2005

Samkvæmt nýjum raforkulögum ber dreifiveitum að setja nýja gjaldskrá frá og með 1. janúar 2005, þar sem skilið er á milli flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni en samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 giltu gjaldskrár dreifiveitna sem í gildi voru við gildistöku laganna til 1. janúar 2005.

Um áramótin höfðu fjórar dreifiveitur skilað inn gjaldskrám til Orkustofnunar og eru það Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Húsavíkur, Norðurorka og Rafmagnsveitur ríkisins. Stofnunin hefur skilað athugasemdum þar sem það átti við og hafa nýjar gjaldskrár verið birtar á heimasíðum fyrirtækjanna.

Nánari upplýsingar