Fréttir


Samkeppni á raforkumarkaði

3.1.2005

Þann 1. janúar 2005 hófst  samkeppni á íslenskum raforkumarkaði þegar skilið var á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku.

  • Frá og með 1. janúar 2005 geta þeir sem nota 100 kW eða meira valið af hverjum þeir kaupa rafmagn.
  • Þann 1. janúar 2006 geta allir keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa.

Flutningur og dreifing verður áfram háð einkaleyfi og verðeftirliti, sem starfsmenn Orkustofnunar og Samkeppnisstofnunar hafa umsjón með.

Framleiðsla og sala munu lúta lögmálum frjálsrar samkeppni.

Almenningur er hvattur til að fylgjast með raforkuverði og stuðla þannig að virkri samkeppni á raforkumarkaði.

Heimasíða Samkeppnisstofnunar: www.samkeppni.is

Upplýsingar má nálgast á hér heimasíðu Orkustofnunar.

frett_03012005