Fréttir


Fullt út úr dyrum á ráðstefnu Orkustofnunar og Landsnets um frelsi á raforkumarkaði

18.11.2005

Í upphafi ráðstefnunnar flutti ráðherra orkumála, Valgerður Sverrisdóttir, ávarp. Hún talaði meðal annars um mikilvægi þess að halda uppi góðu raforkukerfi og að hingað til hefðu breytingar á raforkumarkaði gengið vel, þó enn væri margt ógert.

Breytingar svipaðar þeim sem gerðar hafa verið á Íslandi, hafa þegar verið gerðar í nágrannalöndum okkar og hafa Íslendingar sótt fyrirmyndir að sinni löggjöf þangað, sérstaklega þó til Noregs. Á ráðstefnunni voru tveir fyrirlesarar frá Noregi.

Lars Olaf Fosse, frá Norsku orkustofnunni (NVE), sem er eftirlitsaðili raforkumála þar í landi, kynnti nýútkomna skýrslu samtaka norrænna eftirlitsaðila, NordREG.

Ole Haugen, frá samtökum raforkuframleiðenda (EBL), greindi m.a. frá því að hvati notenda til að skipta um raforkusala væri mestur ef raforkuverð væri hátt og mjög breytilegt. Ef markaðurinn væri stöðugur væru fáir sem sæju ástæðu til að skipta um raforkusala.

Þeir Lars Olaf og Ole voru sammála um að það væri nauðsynlegt að neytendur geti fylgst með raforkuverði hjá öllum söluaðilum og einnig að það sé auðvelt að skipta um sala.

Halldór Jónsson, lögfræðingur, greindi frá helstu breytingum á lögum og reglugerðum sem snúa að breytingunum.

Torfi H. Leifsson, framkvæmdastjóri Netorku, fór yfir hlutverk fyrirtækisins, en það verður sá aðili sem safnar og stýrir og heldur utan um miðlæga lausn fyrir söluaðilaskipti, mælingar og uppgjör vegna skipta. Netorka mun setja upp og reka miðlægan gagnagrunn sem inniheldur m.a. allar sölumælingar í raforkukerfinu og  alla afhendingarstaði rafmagns á landinu.

Ingibjörg Valdimarsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur, sagði frá fyrirhuguðum breytingum um áramót út frá sjónarhorni sölufyrirtækis og í lokin ræddi Páll Harðarson, stjórnarformaður Landsnet um það sem honum fannst þurfa til svo að breytingarnar tækjust vel.

Glærur frá ráðstefnunni

Halldór Jónsson, hrl. Lex: Helstu breytingar á lagalegu umhverfi
Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur: Hvað þýðir breytingin á raforkumarkaðnum fyrir rafmagnsnotendur og sölufyrirtæki?

Lars Olav Fosse, Advisor NVE Noregi: Supplier switching in the Nordic countries – inspiration for Iceland

Ole Haugen, Senior Advisor, Norwegian Electricity Industry Association: Experiences and developing of the deregulated Norwegian Electricity retail market 

Páll Harðarson, stjórnarformaður Landsnets: Hvað þarf svo vel takist til?

Torfi H. Leifsson, framkvæmdastjóri Netorku: Miðlæg lausn fyrir söluaðilaskipti, mælingar og uppgjörNVE-Norges vassdrags og energidirektorat: http://www.nve.no/
EBL - Energibedriftenes landsforening:  http://www.ebl.no/
Netorka: http://www.netorka.is/
Orkuveita Reykjavíkur: www.or.is
Landsnet: www.landsnet.is
Ræða ráðherra: http://www.idnadarraduneyti.is/radherra/raedurVS/nr/1738