Fréttir


Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar

18.11.2005

Orkusetur, í samvinnu við Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið, stendur fyrir ráðstefnu 24. nóvember á Hótel KEA á Akureyri um orkunotkun heimila og iðnaðar.

Að ráðstefnunni lokinni verður móttaka í nýrri starfsstöð Orkuseturs og Vettvangs um vistvænt eldsneyti að Borgum, Norðurslóð.

Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna. Ráðstefnugjald er kr. 2000, og er matur og kaffi innifalið í því.