Fréttir


Orkusetur tekur til starfa

21.11.2005

Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu auk þess sem KEA og Samorka koma að fjármögnun setursins.

Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.

Til Akureyrar verða einnig flutt verkefni á sviði vettvangs um vistvænt eldsneyti sem hefur það að markmiði að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í málefnum er varða vistvænni eldsneytisnotkun og möguleika á nýtingu innlendrar orku í því samhengi.

Til að sinna þessum nýju verkefnum hafa verið ráðnir tveir nýir starfsmenn á Akureyri, en fyrir eru tveir starfsmenn sem sinna umsjón með niðurgreiðslum til húshitunar og umsjón með Orkusjóði.

Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Ágústa Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Vettvangs um vistvænt eldsneyti