Fréttir


Aukin sjálfbærni í orkumálum Vestmannaeyja - meistarafyrirlestur frá Iðnaðarverkfræði

1.2.2011

Aukin sjálfbærni í orkumálum Vestmannaeyja: Hönnun orkustefnu, tæknileg greining og hagkvæmnismat

Eðvald Eyjólfsson

Verkefnið felst í að móta orkustefnu fyrir Vestmannaeyjabæ þar sem markmiðið er að notast sem mest við sjálfbæra orkugjafa og bæta orkunýtingu þar sem fyrirtæki og íbúar taka þátt í sameiginlegu átaki. Notast er við gögn frá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í bænum til þess að greina núverandi þörf fyrir raforku, varma og jarðefnaeldsneyti. Umhverfis- og veðurfarsgögnum var safnað og þau nýtt til að  rannsaka möguleika staðbundinna endurnýjanlegra orkugjafa svo sem vindorku, sjávarfallaorku og orku frá sjóvarmadælum. Líkan var gert af núverandi stöðu orkunotkunar með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Þá voru einnig kannaðar aðferðir og aðrar leiðir til betri nýtingar á þeirri orku sem fæst til eyjarinnar í dag, auk nýrra tækifæra varðandi staðbundna endurnýjanlega orku. Tillaga að orkustefnu Vestmannaeyja var því næst teiknuð upp til að bera saman núverandi stöðu orkumála í bænum við það hvernig hún gæti litið út eftir 10 ár. 

Allir velkomnir

Leiðbeinendur:  Dr. Ólafur Pétur Pálsson, prófessor  og Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, Orkustofnun.
Fulltrúi deildar í meistaraprófsnefnd: Dr. Rúnar Unnþórsson, forstöðumaður Orku- og tækniskóla Keilis.


Hefst 01/02/2011 kl.15:00.

Staðsetning: VRII, Stofa 158